Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 29.október 2025

Aldrei hafa jafn margir árekstrar orðið á höfuðborgarsvæðinu og í ófærðinni í gær. Færð er enn víða erfið suðvestanlands.

Flugfarþegar sem komust ekki frá Íslandi, biðu sumir klukkustundum saman í farangurssalnum á Keflavíkurflugvelli eftir töskunum sínum.

Ísraelsher hefur drepið yfir hundrað á Gaza síðan í gær, þar á meðal börn . Barnaheill fordæma árasirnar, vopnahlé eigi vera börnum skjól, en ekki áframhaldandi þjáningar.

Ríkislögreglustjóri viðurkennir mistök hafi verið gerð í viðskiptum embættisins við ráðgjafafyrirtæki. Þjónustan hafi þó nýst embættinu vel. Dómsmálaráðherra kallaði hana á sinn fund í morgun.

Frelsisflokki hægri mannsins Geerts Wilders er spáð mestu fylgi í þingkosingnum í Hollandi í dag, en ólíklegt þykir hann verði í næstu ríkisstjórn.

Fellibylurinn Melissa olli mikilli eyðileggingu á Jamaíku í gær og í nótt. Fjöldi íbúðarhúsa skemmdist og rafmagnslaust er um nær allt landið.

Fasteignalánamarkaðurinn verður tíma til bregðast við breytingum á lánakjörum segir fjármálaráðherra.

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því norður-írska í seinni leik liðanna í umspili Þjóðadeildarinnar í dag. Leikurinn átti vera á Laugardalsvelli í gær en verður á Þróttarvelli.

Anna Kristín Jónsdóttir segir hádegisfréttir.

Frumflutt

29. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,