Bandaríkjaforseti segir góðar líkur á að friðarsamkomulag takist milli Ísraela og Hamas samtakanna á Gaza á næstu dögum. Hann fundar með forsætisráðherra Ísraels í dag.
Fátt bendir til þess að þinglok séu í nánd. Formenn þingflokkanna áttu fund með forseta Alþingis í morgun - þingmenn ræða enn veiðigjald í dag.
Kviku banki og Arion banki ætla að hefja samrunaviðræður. Kvika hafnaði ítrekaðri beiðni Íslandsbanka um viðræður.
Á þriðja tug hefur fengið magakveisu eftir að hafa tekið þátt í þríþrautarkeppni á Laugarvatni um helgina, þar sem synt var í vatninu. Keppnisstjórnin segir ástæðu til að kanna hvort vatnið hafi verið mengað.
Tillaga um vantraust á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins verður rædd á Evrópuþinginu í Strassborg í dag. Nánast öruggt er að tillagan verði felld.
Ung kona lýkur í dag rúmlega 500 kílómetra göngu þvert yfir landið. Það kom henni á óvart hversu margir voru á ferðinni í svipuðum erindagjörðum.
Snörp jarðskjálftahrina hófst á Reykjaneshrygg í morgun og stendur enn. Upptök þeirra flestra eru nokkuð frá landi, um tíu kílómetra suðvestur af Geirfugladrangi.
Eldingaveður og haglél helltist óvænt yfir Seyðfirðinga í gær. Veðurfræðingur segir þetta afar sjaldgæft, en þar er sólin aftur farin að skína.
Landsliðskonur Íslands á EM í fótbolta eru staðráðnar í að koma sterkar til baka í lokaleiknum við Noreg á fimmtudagskvöld segir landsliðsþjálfarinn, þrátt fyrir svekkjandi tap í gær.