Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 16. september 2025

Ísraelsher sækir fram í Gazaborg. Markmiðið er hernema borgina fullu og útrýma því sem Ísraelar segja síðasta vígi Hamas-samtakanna. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna segir Ísrael fremja þjóðarmorð á Gaza en það er í fyrsta sinn sem Sameinuðu þjóðirnar nota það hugtak um hernað Ísraela.

Ríkið hefur fallið frá kröfum um eignarhald á þúsundum eyja og skerja um allt land. Landeigandi fagnar en bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum er ósáttur við ríkið ásælist enn allar eyjar kringum Heimaey.

Haraldur Þorleifsson, sem rampaði upp Ísland, er fara af stað með sambærilegt verkefni í Úkraínu og Panama.

Spánn tekur ekki þátt í Eurovision nema Ísrael verði vísað úr keppninni. Spænska ríkissjónvarpið tilkynnti þetta formlega í morgun.

Rektor Háskólans á Akureyri segir liggja ljóst fyrir verði af sameiningu skólans við Háskólann á Bifröst fái nýr skóli nýtt nafn. Engin ákvörðun hafi þó enn verið tekin um samruna.

Menntaskólinn við Sund tók í dag á móti færanlegum kennslustofum í stað skólahúsnæðis sem þurfti loka vegna raka og myglu. Rúmlega tvö ár eru síðan mygla greindist.

Frumflutt

16. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,