Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 25. mars 2025

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna harðlega boðaðar breytingar ríkisstjórnarinnar á veiðigjöldum og telja þær feli í sér tvöföldun auðlindagjalds.

Ábending um yfirvofandi árás á Reykjavík barst til ríkislögreglustjóra í fyrra. Upplýsingar um árásina áttu sér rússneskan uppruna og telur yfirmaður hjá ríkislögreglustjóra mögulega hafi þeim verið ætlað veikja tiltrú almennings á öryggisviðbrögðum hér á landi.

Háttsettir ráðamenn Bandaríkjanna eru gagnrýndir harðlega fyrir bæta óvart blaðamanni í hópspjall þar sem rætt var um árásir Bandaríkjahers á Jemen. Þjóðaröryggi Bandaríkjanna er í höndum amlóða, segir þingmaður demókrata.

Grásleppubátur var sviptur veiðileyfi eftir hafa veitt langt umfram það aflamark sem hann fékk úthlutað. Aflamarkið var átta tonn en báturinn hafði landað tuttugu og fimm tonnum þegar hann var stöðvaður.

Ísraelskt landtökufólk sat um heimili palestínsks Óskarsverðlaunahafa og réðst á hann, segja Samtök gyðinga gegn ofbeldi; Ísraelsher hafi síðan tekið hann fastan.

Verðbólga er á niðurleið en atvinnuleysi eykst milli ára, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar. Hagvöxtur eykst á nýjan leik eftir dýfu á síðasta ári.

Söngskóla Sigurðar Dementz verður óbreyttu lokað á næsta ári, segir skólastjórinn. Hann segir saumað listaskólum sem búi við erfiðan fjárhag.

Starfandi rektor Kvikmyndaskóla Íslands vonast eftir því svör frá stjórnvöldum um framtíð skólans í dag. Skólinn er gjaldþrota en starfsemi heldur áfram . Háskólaráðherra segir hún þurfi breytast til ráðuneytið taki við skólanum.

Í fyrsta sinn er strætisvagn á götum Grímseyjar, en honum var siglt út í eyju í vikunni.

Frumflutt

25. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,