Aldrei hafa fleiri látist úr lyfjaeitrunum en á síðasta ári, Tæplega hundrað manns undir sextugu sem höfðu leitað á Sjúkrahúsið Vog létust í fyrra.
Sunnan hvassvirði og stormur gengur yfir landið í dag og björgunarsveitir eru með viðbúnað. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru á mestöllu landinu. Ekkert ferðaveður verður eftir hádegi á Vestfjörðum og Norðurlandi.
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu óttast að mögulegir tollar sem nýkjörinn forseti Bandaríkjanna hefur boðað á vörur sem fluttar eru þangað muni bitna á íslenskum útflutningsfyrirtækjum og þá mest á þeim sem eru í sjávarútvegi.
Raunverð fasteigna hefur hækkað um 160% frá aldamótum samkvæmt skýrslu Arionbanka um húsnæðismarkaðinn og því geti skipt sköpum hvenær eign er keypt. Almennt hafi verð á vörum og þjónustu hækkað minna en laun, en öðru máli gegni um húsnæðisverð.
Lögfræðingur segir að Útlendingastofnun nýti sér ný útlendingalög með afturvirkum hætti og afturkalli mannúðarleyfi sem fólk fékk fyrir fjórum árum.
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætir Slóvakíu í kvöld. Sérfræðingur RÚV reiknar með erfiðum leik fyrir íslenska liðið.