Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 6. september 2025

Sex dóu úr hungri síðasta sólarhringinn samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gaza. Ísraelsher hefur gefið enn eina tilskipunina um brottflutning fólks, íbúum Gaza-borgar er skipað flýja suður.

Nöfn barna sem hafa verið drepin í Ísrael og Palestínu, óma í Glerarkirkju í dag, þar sem þau verða lesin til minningar um líf þeirra. Eftir hádegi verða fjöldafundir á sjö stöðum um allt land til stuðnings Palestínu.

Ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar um grípa ekki til aðgerða samkvæmt lögum um umhverfisábyrgð þegar eldislaxar sluppu úr sjókvíum í Patreksfirði fyrir tveimur árum hefur verið felld úr gildi af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Náttúrugrið sem kærðu ákvörðunina segja stofnunina ekki geta bara beðið eftir máli dagi uppi.

Þrjú verðbréfafyrirtæki greiða sextíu milljónir í sekt vegna lögbrota við söluna á Íslandsbanka árið 2022.

Félagsmenn sem starfa hjá Alcoa eru tilbúnir sverfa til stáls, segir formaður Afls starfsgreinasambands, sem undirbýr atkvæðagreiðslu um verkföll. Þolinmæðin er brostin.

Sérstök áhersla er lögð á samfélagslöggæslu á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Lögreglan er fjölmenn og sýnileg og grípur inn í hópamyndun og unglingadrykkju.

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hóf undankeppni HM 2026 með látum. Ísland burstaði Aserbaísjan 5-0 á Laugardalsvelli í fyrsta leik sínum í undankeppninni í gærkvöld.

Frumflutt

6. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,