Forseti Úkraínu segir að forseti Bandaríkjanna hafi látið blekkjast af Rússum. Á blaðamannafundi í Kyiv sagðist Zelensky vilja fá tryggingu fyrir öryggi Úkraínu, svo hægt verði að stöðva átökin við Rússa á þessu ári.
Olíugjald verður fellt niður um mitt ár og nýtt kílómetragjald kemur í staðinn. Fjármálaráðherra segir breytingarnar óumflýjanlegar.
Litlu munaði að sjúkraflugvél þyrfti að lenda á Keflavíkurflugvelli í gær vegna óhagstæðra veðurskilyrða á Reykjavíkurflugvelli. Flugrekstrarstjóri Norlandair segir einu lausnina að fella trén í Öskjuhlíð og opna flugbrautina aftur.
Kaldvík gæti þurft að endurskoða eitt af fyrirhuguðum laxeldissvæðum sínum í Seyðisfirði, meðal annars vegna snjóflóðahættu. Í hættumati Veðurstofunnar var aðeins fjallað um mögulegan mannskaða ekki umhverfisslys.
Ríkissáttasemjari hefur kallað samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands að samningaborðinu í dag. Víðtæk verkföll hefjast að óbreyttu á föstudag.
Fyrrverandi dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp, sem ráðuneytið vann í hans tíð, um fækkun sýslumanna. Nýr ráðherra leggur sams konar frumvarp fram í næsta mánuði.
Rófustappa olli veikindum hátt í áttatíu manns eftir þorrablót í Brúarási um helgi. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands segir að stappan geti verið varasöm.
Við eigum skilið að komast á stórmót, segir landsliðsmaður í körfubolta. Ísland mætir Ungverjalandi á morgun og getur tryggt sér sæti á Evrópumótinu.