Ísraelsher er sagður hafa drepið hátt í hundrað Palestínumenn í loftárás á grunnskóla á Gaza í morgun. Ísraelsmenn segja skólann hafa verið bækistöð Hamas-liða.
Forsvarsmenn rússnesku kjarnorkustofnunarinnar segja að innrás Úkraínuhers í Kúrskhérað sé bein ógn við öryggi kjarnorkuvers á svæðinu.
Engin merki um aflögun hafa mælst við kvikuganginn á Reykjanesskaga, enn sem komið er. Rafleiðni í Skálm og Múlakvísl hefur lækkað síðan í morgun.
Íslenskt menntakerfi gjörbreytist á næstu árum, segir ráðherra málaflokksins, sem leggur þrjú frumvörp um breytingar á grunnskólalögum fyrir þingið þegar það kemur saman.
Fulltrúi í foreldraráði leikskólans Brákarborgar segir aðstæður í nýju bráðabirgðahúsnæði við Ármúla hafa komið sér ánægjulega á óvart. Þó ýmislegt sé ekki eins og best verði á kosið hafi mikil vinna verið lögð í að gera húsið sem best úr garði til að taka þar á móti leikskólabörnum á mánudagsmorgun.
Einn af þátttakendunum í árásinni á bandaríska þinghúsið fyrir þremur árum hlaut í gær næstþyngsta dóm sem fallið hefur vegna hennar, tuttugu ára fangelsi.
Gleðigangan og útihátíð hinsegin daga í Reykjavík fer fram í dag. Fólk er nú í óðaönn að skreyta vagna og farartæki fyrir gönguna sem hefst klukkan tvö