Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 10. júlí 2025

Forsætisráðherra segir minnihlutinn á Alþingi standi í vegi fyrir lýðræðinu með málþófi um veiðigjaldið. Staðan fordæmalaus og það verkefni stjórnarinnar tryggja lýðræðið virki.

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks og fimmti varaforseti þingsins sleit þingfundi fyrirvaralaust í gærkvöld. Mennta- og barnamálaráðherra sakar hana um valdarán.

Lausnin á vanda Landspítala er ekki skipa fleiri starfshópa. Þetta segir heilbrigðisráðherra. Slípa þurfi heilbrigðiskerfið til áður en meira verði veitt til þess.

Hútar í Jemen sökktu tveimur skipum í Rauðahafi í vikunni, í fyrstu árásum sínum þar í mánuð. Þrír voru drepnir í seinni árásinni og nokkrir úr áhöfn eru í haldi Húta.

Smári sparisjóður verður heiti nýs sparisjóðs sem myndast við samruna Sparisjóðs Höfðhverfinga og Sparisjóðs Strandamanna. Markmiðið er efla og stækka þessa tvo smæstu sparisjóði landsins.

Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar segir svo virðist sem dregið hafi úr risi vatnshæðar jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Hlaupið er þó enn í fullum gangi.

Ekki tókst sökkva hvalshræi sem barst landi á stefni Norrænu fyrir þremur vikum. Hræið hefur verið á reki úti fyrir Austfjörðum og er við fjöru í Berufirði.

Kvennalandslið Íslands í fótbolta mætir Noregi í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu í Sviss.

Frumflutt

10. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,