Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 3.september 2025

Forseti Úkraínu er á fundi í Kaupmannahöfn með leiðtogum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Til skoðunar er Úkraínumenn framleiði vopn í Danmörku.

Veðurstofan gerir ráð fyrir það dragi úr skriðuhættu á Austurlandi eftir því sem líður á daginn. Skriðusérfræðingur segir það hafi stytt upp fyrr en búist var við.

Börn hafa ekki jafnt aðgengi íþrótta- og tómstundaiðkun vegna kostnaðar, dómi sérfræðings hjá ASÍ. Stjórnvöld og sveitarfélög ættu skoða hvort bregðast megi við.

Öflug leysigeislavopn og úlfavélmenni voru meðal þess sem sjá mátti á hersýningu í Kína í morgun. Forseti landsins segir mannkyn standa frammi fyrir vali um stríð eða frið.

Þorlákshafnarbúum brá sumum í brún í gær þegar brynvarðir bílar sem minntu á skriðdreka óku þar hjá. Þeir tengjast alþjóðlegri heræfingu hér á landi. Landhelgisgæslan ætlar bæta upplýsingagjöf til almennings um slíkar æfingar.

Efnt verður til fundar í öllum landshlutum á laugardag til stuðnings Palestínu. Yfir hundrað samtök taka þátt, sem skipuleggjandi segir merki um breiða samstöðu í samfélaginu.

Hljóðið er þungt í íslenskum landsliðsmönnum í körfubolta, sem eiga ekki möguleika á komast áfram á Evrópumótinu. Þeir eiga þó einn leik eftir, gegn Frökkum á morgun.

Frumflutt

3. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,