Félag fanga gagnrýnir að hælisleitendur sem bíða brottvísunar séu vistaðir í fangageymslum lögreglu. Formaður félagsins sakar stjórnvöld um brot á mannréttindum og líkir þessu við pyntingar.
Forsetar Bandaríkjanna og Úkraínu hittust í Vatikaninu morgun í fyrsta sinn eftir átakafund í febrúar. Þeir ræddu vopnahlé og varanlegan frið í Úkraínu. Forseti Úkraínu segir að fundurinn geti síðar talist sögulegur.
Frans páfi var lagður til hinstu hvílu í morgun. Í fréttatímanum sláumst við í för með þeim hundruðum þúsunda á götum Rómar sem fylgdust með útförinni og líkfylgdinni.
Hamas-samtökin á Gaza eru reiðubúin að sleppa öllum gíslum úr haldi, samþykki Ísraelar fimm ára vopnahlé.
Dómsmálaráðherra segir ekki ástæðu til að breyta lögum þannig að barni verði ekki vísað úr landi meðan mál þess er enn til meðferðar. Barnamálaráðherra segir mál Oscars Florez, kólumbísks pilts sem vísa á úr landi, ekki hafa komið á borð ráðuneytisins.
Og við förum í veislu í Reykholti í Biskupstungum, þar sem diskósúpa verður á borðum.