Fjármálaráðherra segir að ekki megi lengur fresta mikilvægum innviðaframkvæmdum til að spara fé. Nýtt innviðafélag á að auðvelda fjárfestum að koma að byggingu samgöngumannvirkja.
Minnst fimmtán manns, þar af fjögur börn, voru drepin í eldflauga- og drónaárás Rússa á Kyiv, höfuðborg Úkraínu í morgun. Úkraínumenn segja að á sjöunda hundrað drónum og flaugum var beint að höfuðborginni.
Mestu breytingar á örorkukerfinu um áratuga skeið taka gildi á mánudag. Greiðslur í flestum flokkum hækka og aukin áhersla verður lögð á að hjálpa fólki, sem það getur, að vera áfram á vinnumarkaði.
Neysluverðsvísitala Hagstofunnar lækkaði í ágúst. Ársverðbólga er þrjú komma átta 3,8 prósent eins og hún var í maí og mars. Verðbólga hefur ekki verið jafn lítil síðan í árslok 2020. Hagfræðingur ASÍ telur forsendur fyrir frekari hjöðnun.
Ísraelsher hefur gert tvær loftárásir á herstöð nærri Damaskus í Sýrlandi. Langt er síðan herinn lagði til atlögu svo nálægt borginni.
Fyrirtækið Laxós ætlar að koma á fót landeldi við Hauganes, sunnan Dalvíkur. Verði af byggingu stórseiðaeldisstöðvar og fimmtíu eldistanka, breytist mjög ásýnd svæðsins.
Fyrsti leikur karlalandsliðsins í körfubolta á Evrópumótinu í Póllandi er nú í gangi. Ísland mætir þar Ísrael.