Þjóðfylkingin, flokkur Marine Le Pen, hlaut flest atkvæði í þingkosningum í Frakklandi í gær. Miðjubandalag, sem flokkur Emmanuels Macron forseta landsins tilheyrir, fékk um fimmtung atkvæða.
Formaður Læknafélags Íslands óttast að minna aðgengi að læknum á Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins verði til þess að bið eftir tíma verði enn lengri.
Færri umsækjendur um alþjóðlega vernd koma í fjöldarhjálparstöð Rauða Krossins en áður. Sviðstjóri segir til skoðunar að loka henni með haustinu.
Ólga er meðal íbúa í Grafarvogi vegna hugmynda um þéttingu byggðar. Formaður íbúaráðs hverfisins skilur áhyggjurnar.
Guðrún Karls- Helgudóttir tók við embætti biskups Íslands í morgun. Hún verður vígð í haust; verkefnið framundan sé að leiða kirkju í breyttu samfélagi.
Sláttur er kominn vel á veg í Eyjafirði eftir nokkurra vikna seinkum. Hægar gengur í Þingeyjarsveit og Hörgársveit.
Heimir Hallgrímsson stýrði í nótt sínum síðasta landsleik fyrir karlalandslið Jamaíku í fótbolta. Liðið tapaði þriðja leik sínum á Copa América. Ekki náðist sátt um framtíðarsýn fyrir landsliðið og því sagði hann upp.