Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson, sakborningar í Þorlákshafnarmálinu, voru dæmdir í 17 ára fangelsi í Héraðsdómi vegna aðildar að andláti Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, frelsissviptingu, fjárkúgun og ráni.
Hringvegurinn við Jökulsá í Lóni verður lokaður til morguns vegna vatnsskemmda. Vegurinn fór í sundur á 50 metra kafla. Gul viðvörun er í gildi um mestallt land vegna hvassviðris og rigningar. Áfram hvessir með deginum og heldur áfram að rigna.
Lögreglumönnum og flugumferðarstjórum á vakt hefur verið fjölgað í Danmörku vegna dularfulls drónaflugs við nokkra flugvelli í vikunni.
Spilafíkniráðgjafi segir umræðu um ólöglegar veðmálasíður á villigötum. Á Alþingi í gær voru viðraðar hugmyndir um að leyfa slíka starfsemi hér á landi.
Alríkissaksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur James Comey, fyrrverandi framkvæmdastjóra alríkislögreglunnar FBI.
Máli gegn Mo Chara, í norðurírsku rapphljómsveitinni Kneecap, var vísað frá dómi í morgun. Hann var ákærður fyrir brot gegn hryðjuverkalögum í Bretlandi.
Utanríkisráðherra Svíþjóðar hvetur aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að taka lífsviðhorf Línu Langsokks sér til fyrirmyndar. Lína tókst á við áskoranir af dirfsku og festu.
Víkingur Heiðar Ólafsson hlaut í gær gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins í Bretlandi. Verðlaunin eru ein þau virtustu sem veitt eru tónlistarmanni á alþjóðlegum vettvangi.
Breiðablik varð ekki Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í gærkvöld því liðið tapaði fyrir Stjörnunni. Breiðablik fær þó fjóra leiki í viðbót til að ná í eina sigurinn sem vantar upp á.