Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 23. desember 2024

Hækkun veiðigjalda á eftir veikja fyrirtæki í sjávarútvegi, segir framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Fleiri strandveiðidagar þýði minni tekjur í ríkissjóð.

Ekkert ferðaveður er á landinu, sérstaklega ekki á því vestanverðu. Það er búist við leiðindaveðri um jólin og Veðurstofan varar við ferðalögum.

Verðandi forseti Bandaríkjanna segir nauðsynlegt fyrir öryggi og frelsi í heiminum Bandaríkin eigi og ráði yfir Grænlandi. Grænlendingum og Dönum líst illa á það.

Mál vararíkissaksóknara er í pattstöðu, segir stjórnsýslufræðingur en hægt leysa úr því. Ríkissaksóknari telur vararíkissaksóknarann ekki hæfan til gegna embættinu.

Viðræður um sameiningu bílaframleiðendanna Hondu og Nissans eru hafnar, meðal annars vegna aukinnar samkeppni frá Kína í framleiðslu á rafbílum.

Um hundrað kíló af skötu eru send Íslendingum á Spáni fyrir jólin. Eigandi barsins Nostalgíu, sem fær rúmlega 100 gesti í dag, segir skatan hljóti bragðast betur í sólinni.

Annað árið í röð eru konur í meirihluta þeirra sem tilnefnd eru sem íþróttamaður ársins. Samtök íþróttafréttamanna birtu tilnefningarnar í morgun.

Frumflutt

23. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,