Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 6. júlí 2024

Þrjár nýjar stofnanir á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verða með aðsetur á Akureyri, Hvolsvelli og Vesturlandi. Auglýst hefur verið eftir nýjum forstjórum.

Tortryggni einkennir umsagnir almennings til skipulagsstofnunar vegna Coda Terminal verkefnisins í Hafnarfirði. Umsagnarfrestur rann út í gær. Forstjóri Skipulagsstofnunar segir fjölda umsagna fleiri en gengur og gerist.

Miklar breytingar verða í Þjórsárdal vegna uppbyggingar ferðaþjónustu í dalnum og byggingar hótels. Framkvæmdir eru hafnar á þjóðlendum og friðuðum svæðum.

Þjóðfylkingin, flokkur Marine Le Pen fær líkindum ekki meirihluta atkvæða í seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi á morgun, samkvæmt skoðanakönnun. Forsætisráðherraefni flokksins hefur sagt hann vilji ekki mynda ríkisstjórn nema flokkurinn fái hreinan meirihluta.

8-liða úrslitum EM í fótbolta karla lýkur í dag með tveimur leikjum. Mikill viðbúnaður verður í Berlín þegar Holland og Tyrkland mætast en leikbann Tyrkjans Merih Demiral eftir 16-liða úrslitin er orðið milliríkjadeilu Þýskalands og Tyrklands.

Frumflutt

6. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,