Ummæli formanns Samfylkingarinnar um Dag B. Eggertsson eru vís til að auka togstreitu innan flokksins, að sögn stjórnmálafræðings. Það mælist misjafnlega fyrir að tala um einn áhrifamesta stjórnmálamann í sögu flokksins sem aukaleikara.
Bjarni Jónsson, þingmaður, hefur gengið til liðs við nýstofnað framboð Græningja og verður á framboðslista flokksins í kosningunum. Fjórir flokkar hafa þegar birt framboðslista í öllum kjördæmum. Fleiri listar eru væntanlegir í dag.
Stjórnarandstæðingar í Georgíu neita að viðurkenna úrslit kosninganna í gær. Georgíski draumurinn heldur meirihluta sínum á þingi en greint hefur verið frá ofbeldi og misferli á kjörstöðum.
Icelandair hættir að flytja gæludýr með farþegaflugi frá 1. nóvember. Ákvörðunin kemur hundaeigendum afar illa, segir formaður Hundaræktarfélags Íslands, og gríðarlegt högg því langstærstur hluta hunda er fluttur hingað til lands með Icelandair.
Fyrirhugað vindorkuver í Fljótsdal yrði risavaxin framkvæmd en rafeldsneytið sem framleitt yrði með orkunni á Reyðarfirði gæti líka sparað útblástur á við mestalla losun íslenska fiskiskipaflotans.
Örn Bárður Jónsson prestur flutti sálminn Um dauðans óvissan tíma eftir Hallgrím Pétursson við messu í morgun. Sálmurinn er vel þekktur og oft fluttur, en í morgun var hann fluttur í helild sinni utanbókar og er það í fyrsta sinn sem slíkt er gert, að því er flytjandinn telur.
Það ræðst í kvöld hvort það verður Víkingur eða Breiðablik sem hampar Íslandsmeistaratitili karla í fótbolta. Fara þarf áratug aftur í tíman til að finna jafn spennandi lokaumferð á Íslandsmótinu.