Hluthafar Kjarnafæðis Norðlenska, stærsta kjötvinnslufyrirtækis landsins, hafa samþykkt tilboð Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á fyrirtækinu. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir sameininguna fyrirséða eftir lagabreytingar í vor.
Minnst 24 manns eru látnir eftir skæðar eldflaugaárásir Rússa víða í Úkraínu. Fæðingar,- krabbameins- og gjörgæsludeildir barnasjúkrahúss í Kænugarði eru í rúst.
40 starfsmenn Skagans 3X hafa skráð sig í atvinnuleit. Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness, segir næstu daga leiða umfang gjaldþrotsins í ljós.
Frakklandsforseti hefur beðið forsætisráðherra landsins um að sitja í embætti þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Enginn flokkur eða flokkabandalag hlaut meirihluta í seinni umferð þingkosninga í gær.
Hitamet á heimsvísu hafa verið slegin 13 mánuði í röð. Loftslagsstofnun Evrópu segir vísibendingar um að 2024 verði heitasta ár sögunnar.
Ísland er efst á Heimsmeistarmóti öldungasveita í skák í Póllandi þegar sex af níu umferðum er lokið. Fimm gamalreyndir stórmeistarar skipa íslenska liðið.
Fimm Íslendingar taka þátt á Ólympíuleikunum í París sem hefjast í júlí. Keppendum Íslands fjölgar um einn milli Ólympíuleika.