Piltur er í haldi grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni með hnífi í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir miðnætti. Einn er í lífshættu.
Tveggja sólarhringa neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Ísrael vegna flugskeytaárása Hezbollah-hreyfingarinnar í nótt. Sameinuðu þjóðirnar hvetja stríðandi fylkingar til að gera allt til að koma í veg fyrir stigmögnun.
Enn gýs á tveimur stöðum norðan við Stóra-Skógfell. Gróðureldar breiddu ekki úr sér í nótt en slökkviliðið fylgist vel með. Gos- og gróðureldamengun gæti lagt yfir Reykjanesbæ og Voga á morgun.
Óvissustig almannavarna vegna rigninga og skriðuhættu á Tröllaskaga er enn í gildi - en dregið hefur úr rigningu á norðanverðu landinu síðasta sólarhringinn.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins sakar borgarfulltrúa Samfylkingarinnar um óviðunandi framkomu á fundum. Meirihlutinn láti hana viðgangast, sem sé skýrt dæmi um ofbeldismenningu.
Eigandi samfélagsmiðilsins Telegram var handtekinn í Frakklandi í gær. Hann yfirgaf Rússland fyrir nokkrum árum eftir að hafa neitað að deila upplýsingum um notendur miðilsins með þarlendum stjórnvöldum.
Bandarískir geimfarar neyðast til að dvelja níu mánuði í Alþjóðlegu geimstöðinni, en ekki átta daga eins og til stóð. Geimfarið er bilað og því þarf að bíða eftir því næsta.
Stjarnan og Þróttur berjast í dag um síðasta sætið í efri hluta úrvalsdeildar kvenna í fótbolta áður en úrslitakeppnin hefst. Lokaumferð deildarkeppninnar verður spiluð í dag.