Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 30. september 2025

Um átján þúsund manns eru strandaglópar vegna falls flugfélagsins Play í gær. Forsætisráðherra segir þetta minna efnahagslegt högg fyrir þjóðarbúið en þegar WOW air varð gjaldþrota.

Hamas ætlar skoða tillögur Bandaríkjanna friði á Gaza með opnum huga. Fulltrúar Hamas ræða í dag við fulltrúa stjórnvalda í Katar og Tyrklandi. Ekkert lát er á árásum Ísraelshers á Gaza.

Sonur eins verjanda í Þorlákshafnarmálinu fékk lögregluvernd eftir umfjöllun fréttastofu um málið. Formaður Lögmannafélags Íslands segir dæmi um alvarlega áreitni í garð lögmanna.

Vegagerðin skoðar hvort hækka þurfi varnargarða við Jökulsá í Lóni þar sem vegur fór í sundur á föstudag. Svæðisstjóri segir slíka hækkun þó ekki hefði dugað til í vatnsveðrinu fyrir helgi.

Úkraína hefur sent hernaðarsérfræðinga til Danmerkur til æfa varnir gegn drónum með dönskum hermönnum.

Forstjóri barna- og fjölskyldustofu segir erfitt manna sérfræðistöður á landsbyggðinni og þess vegna ekki gerð krafa um heilbrigðismenntun hjá umsækjendum um stöðu hópstjóra á meðferðarheimilinu Lækjarbakka.

Heidelberg Materials, sem hyggur á námuvinnslu á Íslandi, furðar sig á vera á lista Sameinuðu þjóðanna yfir fyrirtæki sem starfa í landtökubyggðum Ísraela. Það hafi hætt starfsemi þar fyrir tveimur árum síðan.

Þjálfaraskipti hafa orðið hjá karlaliði Vestra í fótbolta fyrir síðustu þrjá leiki tímabilsins.

Frumflutt

30. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,