Ný sönnunargögn voru lögð fram í Þorlákshafnarmálinu fyrir dómi í morgun. Dómari úrskurðar um hvort þau verða nýtt við aðalmeðferð eftir hálfan mánuð.
Dráp Ísraelshers á fjórum blaðamönnum á Gaza hefur verið fordæmt víða. Ísraelsmenn segja að einn þeirra hafi verið tengdur Hamas.
Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins hefur boðað utanríkisráðherra sambandsins til fundar í dag, vegna fyrirhugaðs fundar forseta Bandaríkjanna og Rússlands um lok Úkraínustríðsins, og nauðsyn þess að fulltrúar ESB og Úkraínu verði viðstaddir.
Erfitt er að losna við veggjalús því hún er orðin ónæm fyrir eitrun. Meindýraeyðir, sem fær nokkur útköll á dag vegna óværunnar, segir veggjalúsafaraldur á landinu.
Íslendingar á ferð um Bretland geta aftur notað farsímann án þess að þurfa að greiða aukalega fyrir.
Blár brunahani sem staðið hefur við Kiðagil á Sprengisandi árum saman - er horfinn. Ekki er vitað hver kom brunahananum fyrir - né hver fjarlægði hann.
Valur náði fimm stiga forskoti á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir úrslit gærkvöldsins og í kvöld mætast liðin í neðstu fjórum sætum deildarinnar.