Grískur karlmaður var í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á mannsláti á Kársnesi. Hann neitar sök. Lífsýni úr öðrum manni en þeim látna fannst á hnífi.
Vitni í Samherjamálinu í Namibíu segist hafa fengið tilboð um háar peningagreiðslur ef það bæri ekki vitni.
Úkraínustjórn hefur lagt fram tillögur um landssvæði sem yrðu mögulega eftirlátin Rússum, svo stilla megi til friðar í Úkraínu.
Utanríkisráðherra segist ánægð með ákvörðun Ríkisútvarpsins að senda ekki keppendur fyrir Íslands hönd í Eurovision á næsta ári. Mikilvægt sé að ákvörðunin hafi verið tekin á dagskrárlegum forsendum.
Fúlviðri hefur verið víða um land í morgun. Gul veðurviðvörun gildir í flestum landshlutum.
Fjármála og efnahagsráðherra telur breytingu á kílómetragjaldi hvorki hafa bein áhrif á rekstur bifreiða né á ferðaþjónustuna. Forstjóri Bílaleigu Akureyrar segir að gjöld á bílaleigur hækki um 7,5 milljarða.
Útboð við fyrsta áfanga framkvæmda að nýju fangelsi að Stóra-Hrauni verður auglýst á næstu misserum.
Danska ríkið greiðir þúsundum grænlenskra kvenna bætur, vegna getnaðarvarnarlykkju sem komið var fyrir án vitundar þeirra. Margt er þó óljóst um hvernig það verður gert og konurnar óttast að lítið verði um efndir.
Blikkandi og litskrúðug jólaljós gleðja ekki alla. Húseigandafélagið fær fjölmargar kvartanir á hverju ári vegna jólaskreytinga. Lögmaður þess segir mikilvægt að húsfélög setji reglur um skreytingar.
Íþróttamenn frá Rússlandi og Belarús fá að keppa á Vetrarólympíuleikunum undir hlutlausum fána. Þeir mega ekki hafa nein tengsl við innrás Rússlands í Úkraínu.