Ísraelsher segir vopnahlé formlega hafið á Gaza. Vonir standa til að hægt verði að koma á varanlegum friði. Innan stundar verða hjálpargögn flutt í auknum mæli til Gaza. Framkvæmdastjóri Rauða Krossins segir að ein stærsta mannúðaraðgerð sögunnar sé að hefjast.
Margrét Kristín Blöndal tónlistarmaður er laus úr haldi Ísraela.
Hafrannsóknastofnun ráðleggur fimm sinnum meiri loðnuveiði en á síðasta fiskveiðiári. Sviðsstjóri segir þetta þó litla vertíð í sögulegu samhengi.
Dómsmálaráðherra segir unnið að því að bæta aðbúnað fyrir geðsjúka fanga, það blasi við að fangelsismál hafi mætt afgangi.
Venesúelski stjórnarandstöðuleiðtoginn María Corina Machado hlaut friðarverðlaun Nóbels.
Læknar og hjúkrunarfræðingar eru tvöfalt líklegri en aðrir til að upplifa sjálfsvígshugsanir. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir brýnt að bæta starfskjör.
Byrjað er að hækka varnargarða norðan Grindavíkur.
Landsmenn verða orðnir 550 þúsund eftir hálfa öld gangi mannfjöldaspá Hagstofunnar eftir. Þeir gætu orðið hálf milljón á næstu tólf til 22 árum.
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Úkraínu í undankeppni heimsmeistaramótsins á Laugardalsvelli í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari, segir liðið finna fyrir stuðningi þjóðarinnar.