Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 26. desember 2023

Einn var handtekinn og síðan sleppt í tengslum við skotárás á heimili í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld. Lögreglan leitar enn byssumannanna sem hleyptu nokkrum sinnum af.

Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi. Þar er mikil snjókoma og færð er erfið á Hellisheiði og Þrenglsum.

Bandaríkjamenn og Ísraelsmenn hafa gert árásir í morgun á íranskar herdeildir í Sýrlandi og Írak. Þetta er afleiðingin af átökunum á Gaza, sem virðast í auknum mæli vera breiðast út.

Framkvæmdstjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir jólaverslunin í ár hafi verið svipuð og í fyrra. Fólk hafi þó í meira mæli keypt ódýrari vörur en áður.

Þau sem vilja skila og skipta jólagjöfum eru hvött til gera það tímanlega. Verslanir ráða sjálfar hvort og hvernig þær taka við seldri vöru, segir formaður Neytendasamtakanna.

Rússneskt herskip stórskemmdist í árás Úkraínumanna á hafnarborg við Svartahaf í morgun. Rússar segjast hafa stöðvað fullu gagnsókn Úkraínumanna

Bændur sæddu um 30 þúsund ær á aðventunni og áætla rúmur helmingur þeirra hafi fengið sæði úr hrútum með verndandi arfgerð gegn riðu. Hrúturinn Gimsteinn gaf ríflega fimmtán hundruð skammta í ár.

Frumflutt

26. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,