Mið-Austurlönd eru á barmi stríðsátaka eftir drónaárás Írana á Ísrael á laugardag. Þetta segja leiðtogar Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna. Þjóðarleiðtogar víða um heim hvetja Ísraelsmenn til að sýna stillingu.
Óvissa ríkir um framtíð stjórnenda Landsbankans vegna kaupa bankans á TM. Bankastjóri Landsbankans vill ekki tjá sig um sína stöðu. Öllu bankaráði verður skipt út á föstudag.
Ekki er hægt að fulllesta flutningabíla sem fara um Austurland því vegir eru blautir og illa farnir. Flytja þarf mjólk, lax, fóður og fleira í mörgum ferðum sem er dýrara fyrir bændur og fyrirtæki.
Fjórir voru stungnir í kirkju í vesturhluta Sydney í Ástralíu í morgun. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu. Þetta er önnur hnífaárásin í borginni á tveimur dögum.
Baldur Þórhallsson mælist með 26 prósenta fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun og Katrín Jakobsdóttir 22 prósent. Ekki er marktækur munur á þeim.
Strandveiðisjómenn í fjórum byggðarlögum á Norðausturlandi ætla að flytja útgerðir sínar vestur og suður á land. til að hafa viðunandi afkomu af veiðunum. Veiðin hefur síðustu sumur verið stöðvuð þegar hæst stendur fyrir norðan og austan.
Ísfirðingar vilja takmarka fjölda þeirra sem geta komið til bæjarins með skemmtiferðaskipum. Þá verður bannað að þeyta skipsflautur nema brýna nauðsyn beri til.