Seðlabankastjóri sér frammá hjaðnandi verðbólgu á næstu mánuðum. Hann segir útlit fyrir að kerfið kólni með versnandi efnhagsskilyrðum.
Friðarviðræður Úkraínu og Bandaríkjanna eru hafnar í Sviss. Bandamenn Úkraínu leggja allt kapp á að ná betri skilmálum en felst í friðaráætlun Bandaríkjanna.
Þriðjungur kvenna á aldrinum 60-66 ára er með örorku. Konur yfir fimmtugt eru mun líklegri en karlar til að hverfa af vinnumarkaði vegna örorku.
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi leyfi Landsvirkjunar til að stækka Sigölduvirkjun í Þjórsárdal.
Sveitastjóri Múlaþings segir mikilvægt að stjórnvöld standi við gefin loforð um forgangsröðun jarðgangnaframkvæmda. Líta verði á hringtenginu á Austurlandi sem eina framkvæmd.
Kvennalandslið Íslands lagði Færeyjar með 28 mörkum gegn 25 í vináttuleik í aðdraganda heimsmeistaramótsins í gærkvöldi. Íslenska liðið leikur setningarleik HM gegn Þýskalandi á miðvikudag.