Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 10. janúar 2025

Eldar brenna stjórnlaust í Los Angeles og breiðast hratt út. Heilu hverfin eru rústir einar. Áfram er spáð hvössu og þurru veðri og ólíklegt er slökkviliðsmönnum takist hemja eldana um helgina. Minnst tíu hafa fundist látnir. Talið er víst þeir séu mun fleiri.

Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir tvær rútur skullu saman við Hellu í morgun. Fimmtíu ferðamenn voru í rútunum.

Danska ríkisstjórnin vill ræða beint við verðandi Bandaríkjaforseta vegna ummæla hans um Grænland. Prófessor við háskólann á Akureyri segir Trump ásælist auðlindir á Grænlandi, til búa sig undir viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og Kína.

Bónda á Mýrum finnst óþægilegt vera ekki með farsímasamband, vitandi af kvikuinnskoti stutt frá bænum. Engar vísbendingar eru um kvikan á leið upp á yfirborðið en Veðurstofan vaktar Ljósufjallakerfi.

Bæjarstjórinn í Hveragerði segir mikilvægt tryggja afhendingu á heitu vatni í bænum. Skortur hefur verið á heitu vatni í bænum síðan borhola bilaði í desember.

Búast við leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum um helgina. Veðustofan hvetur fólk til hreinsa frá niðurföllum til forðast vatnstjón.

Átakinu Á allra vörum var hrint af stað í dag. Forsvarsmaður þess segir brýnt vekja athygli á þörf fyrir nýtt Kvennaathvarf. Málstaðurinn komi öllum við.

Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson línumaður í handbolta tognaði í gærkvöld og kemst ekki á HM.

Frumflutt

10. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,