Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 1. nóvember 2025

Mál Ríkislögreglustjóra og önnur sambærileg mál hjá hinu opinberlega þurfa hafa afleiðingar, segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Dómsmálaáðherra hlýtur hafa stöðu ríkislögreglustjóra til skoðunar, segir samflokksmaður ráðherrans.

Tveir ungir karlmenn voru handteknir grunaðir um hafa selt mörg hundruð ungmennum fölsuð skilríki á ísland punktur is. Framkvæmdastjóri ísland punktur is segir öryggi síðunnar tryggt, mennirnir hafi eingöngu breytt hvernig vefsíðan birtist öðrum.

Ekkert bólar á hnúfubaki sem reynt var bjarga austan við Hrísey á Eyjafirði í gær. Enn er ekki ljóst í hverju hann festist.

Uppreisnarher RSF í Súdan er öllum líkindum enn fremja fjöldamorð á almennum borgurum í borginni El-Fasher. Nýjar gervihnattamyndir benda til þess RSF standi í kerfisbundnum hreinsunum á þjóðernisminnihlutahópum þar.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur auglýst Valhöll - höfuðstöðvar flokksins - til sölu. Flokkurinn leitar nýju húsnæði eftir 50 ár við Hálaeitisbraut.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun með stuðningsyfirlýsingu við fullveldi Marokkó yfir Vestur-Sahara. Deilt hefur verið um yfirráð yfir svæðinu í fimmtíu ár.

Maðurinn sem áður var þekktur sem Andrés Bretaprins hefur misst alla titla og nafnbætur í kjölfar ásakana um kynferðisbrot. Hann fellur þar með úr hópi erlendra einstaklinga sem íslenskt nafn.

Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa átt erfitt uppdráttar í byrjun leiktíðar í Bónusdeild karla í körfubolta og hafa aðeins unnið einn leik af fimm. Þeir töpuðu naumlega fyrir Tindastóli í gærkvöldi.

Frumflutt

1. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,