Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 26. júlí 2025

Samningur um tolla milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gæti orðið veruleika eftir Donald Trump Bandaríkjaforseti hittir Ursulu von der Leyen, leiðtoga ESB í Skotlandi á morgun.

Átök á landamærum Kambódíu og Taílands héldu áfram í dag, þriðja daginn í röð. Kambódísk stjórnvöld hafa farið fram á tafarlaust vopnahlé. Þrjátíu og þrír hafa fallið.

Hlýindin í sumar verða líklega til þess jöklar landsins hopa enn frekar en fyrri ár, segir jöklafræðingur á Veðurstofunni. Uppistöðulón hafa fyllst fyrr í ár en áður sem bendir til leysingar á jöklum verði miklar.

Norsk stjórnvöld ætla berjast gegn fyrirhugðum verndartollum Evrópusambandsins á kísiljárn sem gætu tekið gildi eftir þrjár vikur. Norskir framleiðendur óttast um afkomu sína.

Brú sem eitt sinn yfir Fúlutjarnarlæk í Reykjavík virðist vera komin í ljós aftur. Brúin var merkt inn á kort frá árinu 1902, þar sem Laugavegur var eitt sinn, og uppgötvaðist við framkvæmdir Orkuveitunnar í sumar.

Fimm íslenskir keppendur eru mættir til Singapúr til taka þátt í Heimsmeistaramótinu í sundi í 50 metra laug. Keppni hefst í nótt.

Frumflutt

26. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,