Bandaríkjaher gerði loftárásir á minnst sjö stöðum í Venesúela í morgun. Nicolas Maduro forseti landsins var handsamaður og fluttur úr landi. Trump segir að hann verði dreginn fyrir dóm í Bandaríkjunum.
Vilhjálmur Árnason þingamaður og ritari Sjálfstæðisflokksins vill leiða lista flokksins í Reykjanesbæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar. Framboðsfrestur flokksins og Samfylkingarinnar rennur út um og eftir helgi og framboðin hrannast inn.
Verksmiðja heilsuvöruframleiðandans Kerecis er í viðbragðsstöðu vegna mannskæðs bruna í Sviss. Forstjórinn segir verkefnið umfangsmikið og krefjandi.
Sinueldur brenndi um 7 hektara lands við Djúpavog í gærkvöld. Það tók 10 manna slökkvilið ásamt 10 manna aðstoðarliði þrjár klukkustundir að slökkva eldinn.
Nýrri rennibraut í Sundlaug Þorlákshafnar hefur verið lokað vegna fjölda óhappa. Íbúar í bænum segja að fólk hafi hlotið höfuðáverka og skurði eftir ferðir í rennibrautinni.
Kjör Samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins 2025 verður kunngjört í Hörpu í kvöld. Þá verður lið ársins valið sem og þjálfari ársins.