Fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að Íslandsbanki verði seldur á næstu vikum. Gluggi sé á markaðnum sem til standi að nýta. Verið er að skoða söluaðila.
Flugskeyti frá Hútum í Jemen lenti við alþjóðaflugvöllinn í Tel Aviv í Ísrael í morgun. Ísraelsmenn heita hefndum.
Sparnaður í stjórnkerfinu og endurskoðun samgöngusáttmála eru meðal algengustu tillagna almennings í samráðsgátt Reykjavíkurborgar. Borgarstjórnarmeirihlutinn óskaði eftir hagræðingartillögum að fyrirmynd ríkisstjórnarinnar.
Rúmenar gera aðra tilraun til að kjósa sér forseta í dag, þar sem þjóðernissinni er talinn sigurstranglegastur. Fyrri kosningar voru ógiltar eftir að í ljós kom að eitt framboðið var fjármagnað af Rússum.
Tveir kennarar hjá dönsku jógasetri hafa verið ákærðir fyrir mansal og mannrán. Þeir eru sakaðir um að hafa tælt kvenkyns nemendur á fund leiðtoga jóga-hreyfingarinnar og gert að taka þátt í kynferðislegum vígsluathöfnum.
Yfir fimm þúsund börn hefja framhaldsskólanám í haust. Árgangurinn er sá stærsti til þessa.