Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 13.apríl 2025

Kona um þrítugt hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á láti manns um áttrætt. Konan er dóttir mannsins.

Þrjátíuogeinn hið minnsta var drepinn í morgun þegar Rússlandsher gerði loftárás á íbúðablokkir í úkraínsku borginni Sumy. Forseti Úkraínu segir árásina hryllilega hún hafi verið gerð á venjulegt fólk í venjulegri borg.

Barna- og menntamálaráðherra hafnar ásökunum rektors og starfsfólks Kvikmyndaskóla Íslands um meinta valdníðslu. Hann segir ráðuneytið hafi gert sitt besta til tryggja nemendum annað námspláss

Tekist hefur finna vinnu fyrir um helming þeirra sem misstu vinnuna í hópuppsögn sláturhússins á Blönduósi í byrjun mars. Sveitarstjóri segir alla hafa lagst á eitt til milda höggið fyrir samfélagið.

Fjármálaeftirlit Seðlabankans er enn rannsaka sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka - meira en þremur árum eftir útboðið fór fram.

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur ákveðið skoða sameiningu við Kaldrananeshrepp, Árneshrepp og Súðavíkurhrepp. Sveitarfélögin eigi sameiginlega hagsmuni í tækifærum í Ísafjarðardjúpi.

Norður-Írinn Rory McIlroy hefur tveggja högga forystu fyrir lokahring Mastersmótsins í golfi.

Frumflutt

13. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,