Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 19. mars 2025

Hlið vítis opnast og Hamas fær finna fyrir fullum mætti Ísraelshers verði öllum gíslum ekki sleppt tafarlaust, segir varnarmálaráðherra Ísraels. Hamas segist ekki standa í vegi fyrir áframhaldandi vopnahlésviðræðum.

Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. Það er þolinmæðisvinna niður verðbólgu segir Seðlabankastjóri en það er hafast.

Rússar réðust á orkuinnviði í Úkraínu í nótt, þrátt fyrir skipanir Rússlandsforseta um hætta árásum. Forsetar Úkraínu og Bandaríkjanna ræða vopnahlé í dag.

Það gengur ekkert betur útrýma kynbundnu ofbeldi hér en annars staðar þótt konur séu í helstu valdastöðum sagði forseti Íslands á kvennanefndarfundi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær.

Meira en helmingur Grindvíkinga segir andlega heilsu sína verri en fyrir jarðhræringarnar við Grindavík sem hófust fyrir einu og hálfu ári. Samkvæmt nýrri könnun ætlar fjórðungur ekki flytja til baka.

Norðurálslína eitt á Grundartanga er enn úti. Rafmagn fór af víða um land í gærkvöld eftir eldur kviknaði í rafmagnsinntaki í álverinu. Álframleiðsla er hafin á ný.

Vegagerðin býst við geta hafið viðgerðir á Þjóðvegi eitt um Austfirði á næstu dögum. Vegurinn er víða enn einbreiður og skemmdur eftir ræsi skoluðust burt í vatnsveðri í byrjun febrúar.

Fjölnir varð í gærkvöld Íslandsmeistari í íshokkí kvenna. Fyrirliði Fjölnis sótti titilinn á heimaslóðir.

Frumflutt

19. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,