Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 4. febrúar 2024

Grindvíkingar streyma inn í bæinn vitja eigna sinna. Hljóðið í fólki er misjafnt, sum eru glöð komast heim, önnur eru mjög ósátt með skipulagið.

Þúsundir mótmæltu í ísraelskum borgum í gær og krefjast kosninga. Forsætisráðherra landsins er gagnrýndur fyrir seinagang í frelsun gísla úr haldi Hamas.

Sóttvarnalæknir segir mögulegt enn fleiri hefðu getað orðið útsettir fyrir mislingasmiti ef það hefði ekki greinst á Landspítalanum. Bólusetningarhlutfall við mislingum er of lágt hérlendis.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna mannskæðra skógarelda í Chile. Hundraða er saknað í ferðamannaborginni Vinja del Mar og yfir fimmtíu hafa fundist látin.

Alræmdur rússneskur tölvuárásarhópur er talinn ábyrgur fyrir árás á tölvukerfi Háskólans í Reykjavík í fyrradag. Þessi hópur hefur verið afkastamikill síðustu mánuði og tilgangur árása þeirra er yfirleitt krefjast lausnargjalds.

Úkraínski herinn fullyrðir tæplega 390 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið frá innrás Rússa fyrir tæpum tveimur árum.

Frumflutt

4. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,