Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 12. október 2025

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður Miðflokksins með standandi lófaklappi en hann var einn í framboði. Kosning varaformanns stendur yfir.

Íslendingur sem afplánar erlendis fyrir manndráp hefur beðið í meira en tvö ár eftir komast í íslenskt fangelsi. Fangelsismálastjóri segir þetta nýja stöðu og ástæðan fyrst og fremst plássleysi.

Neyðaraðstoð er farin berast inn á Gaza en þó hægt. Sameinuðu þjóðirnar segja opna verði allar leiðir þangað og hleypa um sex hundruð flutningabílum um landamærin á dag.

Lögreglan í Noregi beitti táragasi og handtók 22 mótmælendur í gær. Mótmælin beindust knattspyrnuleik Norðmanna við Ísraelsmenn.

Heiðursvörður tók á móti Höllu Tómasdóttur forseta á flugvellinum í Peking þegar opinber heimsókn forsetans til Kína hófst í dag.

Líkur á nýju eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni fara vaxandi, segir náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands. Smáskjálftahrina mældist við Sýlingarfell í gær.

Óskarsverðlaunaleikkonan Diane Keaton lést í gær 79 ára aldri. Hennar er minnst fyrir ógleymanleg hlutverk eins og í myndum um Guðföðurinn, Annie Hall og Föður brúðarinnar, en ekki síður fyrir sinn einstaka stíl, næmni, kímni og hlýju.

Frumflutt

12. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,