Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 7. maí 2025

Viðkvæm persónugögn, sem stolið var frá lögreglu og sérstökum saksóknara, voru meðal annars notuð til selja þjónustu fyrirtækisins PPP, sem fjallað var um í Kveik í liðinni viku. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir það mjög alvarlegt. Nýjar upplýsingar sýna umfang þeirra gagna sem var stolið.

Sakborningur í alvarlegu árásarmáli á Vopnafirði segist hafa framið líkamsárás í geðrofi en hafnar sökum um húsbrot og kynferðisofeldi. Aðalmeðferði hófst í Hérðaðsdómi Austurlands í morgun.

Alþjóðasamfélagið hefur verulegar áhyggjur af stigmögnun átaka kjarnorkuríkjanna Indlands og Pakistans. Pakistanski herinn hefur fengið leyfi til svara loftárásum Indlands í gærkvöld.

Utanríkisráðherrar sex Evrópuríkja mótmæla áformum Ísraelsstjórnar um auknar hernaðaraðgerðir á Gaza. Meðal þeirra er utanríkisráðherra Íslands.

Fjórum starfsmönnum var sagt upp á þjóðminjasafninu í gær, þar af þremur fornleifafræðingum. Þjóðminjavörður segist þurfa hagræða í rekstri en vill einnig breikka sérfræðiþekkingu starfsfólks.

Forsætisráðherra Spánar heitir rannsókn á orsökum víðtæks rafmagnsleysis þar og í Portúgal í apríl.

Rannsóknarmiðstöð landbúnaðarins kallar eftir því bændur tilkynni um öll tilvik bógkreppu í lömbum. Unnið er þróun erfðaprófs fyrir sjúkdómnum.

Á annað hundrað kardínála verða lokaðir inni í Sistínsku kapellunni í Páfagarði um miðjan dag. Þar verða þeir einangraðir frá umheiminum þar til þeir hafa náð saman um kjör á nýjum páfa.

Frumflutt

7. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,