Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað rannsókn á tengslum kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epstein við Bill Clinton og fleiri Demókrata. Atkvæði verða greidd í næstu viku á þingi um birtingu allra skjala tengdum Epstein.
Tollar Evrópusambandsins á kísilmálm frá Íslandi eru skýrt brot á EES-samningnum, segir þingmaður Sjálfstæðisflokks. Ráðamenn hafi ekki sinnt hagsmunagæslu fyrir Ísland í Brussel.
Forsætisráðherra segist hafa barist eins og ljón til að tryggja að Ísland verði undanþegið tollum Evrópusambandsins á kísilmálm. Þeir séu ekki í takti við EES-samninginn.
Lögreglan í Stokkhólmi telur að maðurinn sem keyrði strætisvagn inn í biðskýli í Östermalm í miðborg Svíþjóðar í gær, með þeim afleiðingum að þrír létust, hafi ekki gert það viljandi. Vitni segja að honum hafi augljóslega verið mjög brugðið.
Ökuleiðsögumenn vara við manni sem hefur rekið nokkur fyrirtæki í ferðaþjónustu en skipt reglulega um kennitölu og skilið verktaka eftir með skuldir. Endurskoða þurfi viðskiptalöggjöfina.
Staðan á steinbítsstofninum við strendur Íslands er góð. Friðun hrygningarsvæðis og veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar stuðlaði að því, að sögn fiskifræðings. Norskur haffræðingur leggur til að fólk hætti að leggja fiskinn sér til munns.