Flugvél með sjötíu og fjóra innanborðs fórst í Belgorod-héraði í Rússlandi í morgun að sögn rússneskra yfirvalda. Þau segja að Úkraínumenn hafa skotið hana niður. Úkraínumenn fullyrða að eldflaugar hafi verið í vélinni.
Sífellt fjölgar fyrirtækjum og sjálfstætt starfandi Grindvíkingum sem sækja um launastuðning Vinnumálastofnunar vegna hamfaranna. Nokkur tilfelli hafa komið upp þar sem starfsfólki hefur verið sagt upp.
Um tugur erlendra flugfélaga skilar yfirvöldum ekki farþegalistum þrátt fyrir að þeim sé það skylt samkvæmt lögum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir ljóst að einhver í stjórnsýslunni þurfi að gyrða sig í brók.
125 liggja í valnum eftir árásir næturinnar á Gaza. Viðræður standa yfir í Kaíró um vopnahlé og hafa fregnir borist af því að það þokist í samkomulagsátt.
Prófessor í mannfræði sem hefur unnið að rannsóknum sem snúa að flóttafólki, óttast að viðhorf Íslendinga sé að breytast. Ekki sé rétt að spyrða saman fólk sem leitar að vernd og glæpastarfsemi.
Útvarpsstjóri hafnar því að verið sé að varpa ábyrgð á þátttöku Íslands í Eurovision yfir á keppendur í Söngvakeppninni. Ríkisútvarpið taki endanlega ákvörðun um þátttöku.
Styttan af séra Friðriki hefur verið fjarlægð af stalli sínum í miðborg Reykjavíkur. Ekki er búið að taka ákvörðun um hvað komi í staðinn.
Áhugi á tónleikum Laufeyjar í Hörpu í mars minnir á miðasöluna fyrir tónleikana með Justin Bieber, Justin Timberlake og Ed Sheeran. Miðar á þriðju tónleikana seldust upp á nokkrum sekúndum.