Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 27. desember 2025

Þriðjungur íbúa í höfuðborg Úkraínu er án hita eftir umfangsmiklar loftárásir Rússa á borgina. Úkraínuforseti er á leiðinni til Bandaríkjanna til funda með Bandaríkjaforseta um binda endi á stríðið í Úkraínu.

Prófessor í stjórnmálafræði segir talsverð tækifæri fyrir sameinað vinstri framboð í komandi borgarstjórnarkosningum. Hann telur Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarstjórnarfulltrúa Sósíalistaflokksins, hugsanlegan leiðtoga fyrir slíkt framboð.

Heilbrigðiseftirlit Austurlands ætlar hreinsa olíumengaða íbúðalóð á Eskifirði á næsta ári. Þá verða nærri tvö ár síðan þeim var tilkynnt um mengunina.

Stóri skila- og skiptadagurinn er í dag og annríki í mörgum verslunum þar sem fólk freistar þess skila jólagjöfum. Skýrar reglur gilda um vöruskil.

Mörg ríki hafa brugðist hart við eftir Ísrael viðurkenndi sjálfstæði héraðsins Sómalíkands í Sómalíu.

Manchester United vann Newcastle í gærkvöld í fyrsta leik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Frumflutt

27. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,