Fólki sem hefur misst vinnuna á Keflavíkurflugvelli vegna falls PLAY er brugðið, segir formaður Verkalýðsfélags Keflavíkur - ekki sé hlaupið að því að fá nýtt starf á þessum árstíma.
Áform dótturfélags Play á Möltu eru óljós. Flugrekstrarstjóri félagsins sagði starfi sínu lausu innan við sólahring eftir að hann reyndi að sannfæra starfsmenn um burði þess.
Evrópa þarf að svara ógnum Rússa af krafti, segir forsætisráðherra Danmerkur. Leiðtogafundur Evrópusambandsins hófst í Kaupmannahöfn í morgun. Helsta efni fundarins er aukin varnargeta aðildarríkjanna, til dæmis gegn drónum.
Ísraelsher ætlar að herða á herkví sinni um Gaza-borg. Fjörutíu og fjögur skip friðarflotans stefna með hjálpargögn til Gaza. Tónlistarkonan Magga Stína er um borð í einu þeirra.
Innflytjendur hafa minni tekjur og búa við verri fjárhag en innfæddir þrátt fyrir að vera virkari á vinnumarkaði og líklegri til að hafa háskólamenntun.
Heitt vatn fór af fleiri heimilum en áætlað vegna viðgerðar á lögn við Bústaðaveg í Reykjavík í morgun.
Kvennalið Breiðabliks leitar enn að síðasta stiginu sem það vantar til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta. Breiðablik tapaði fyrir Þrótti í gær.