Mikið tjón varð þegar eldur kviknaði í austurhluta Kringlunnar í gær. Enn er verið að hreinsa upp vatn eftir slökkvistörf og mikil brunalykt er í húsinu.
Hættu á vatnsverndarsvæði í Öxnadal hefur verið afstýrt en mikil olía lak úr rútu sem fór á hliðina á fimmtudag. Olía var brennd á staðnum til að koma í veg fyrir að hún seytlaði út í jarðveg.
Ísraelsk stjórnvöld eru ósátt með ákvörðun hersins um að láta tímabundið af árásum á afmörkuðu svæði á Gaza. Þjóðaröryggisráðherra landsins vill reka þann sem tók þessa ákvörðun.
Stuðningur við breska íhaldsflokkinn er í frjálsu falli miðað nýjar kannanir. Verkamannaflokkurinn vinnur stórsigur í komandi kosningum ef kannanir raungerast.
Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er nokkuð stöðug að sögn vísindamanna.. Áfram safnast hraun í pollum sunnan og norðvestan af gígnum.
Fyrrverandi forseti Frakklands hyggst bjóða sig fram í komandi þingkosningum. Fjöldi fólks kom saman í gær til að mótmæla uppsveiflu hægri flokka í landinu.
Sala á sumarblómum á Norðurlandi er byrjuð aukast eftir vetrarveður í upphafi mánaðarins. Blómasali á Akureyri segir marga vilja gera garðinn fínan fyrir þjóðhátíðardaginn.
Og það er mikið um að vera á Þingvöllum í dag þar sem boðið er upp á hátíðardagskrá í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins