Öryggisumhverfi Íslands hefur gjörbreyst á skömmum tíma, segir ríkislögreglustjóri. Yfirlögregluþjónn segir Íslandi helst stafa ógn af netárásum, falsfréttum, njósnum og skipulagðri brotastarfsemi.
Leiðtogar næstum þrjátíu ríkja, þar á meðal Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, sitja fund í París í dag, þar sem rætt verður um leiðir til að tryggja öryggi Úkraínu.
Fjármálaráðherra segir fráleitt að skattheimta ráðist af því verði sem útgerðir gefi upp í viðskiptum við sjálfar sig. Veiðigjaldsfrumvarpinu sé ætlað að leiðrétta þann augljósa galla.
Deilur milli ráðamanna í Suður-Súdan undanfarnar vikur náðu hámarki í nótt þegar hermenn handtóku varaforseta landsins. Flokkur hans segir það ógna friðarsamkomulagi í landinu sem batt enda á borgarastyrjöld.
Verðbólga hefur ekki verið minni í rúm fjögur ár og mælist nú 3,8% þrjú komma átta prósent.
Garðyrkjubændur hafa beðið mánuðum saman eftir svörum um hvort þeir fá bætur vegna einnar verstu uppskeru í útirækt í áratugi. Ráðherra hefur lofað svörum fyrir páska, sem mörgum þykir fullseint.
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hjá ríkinu eru með allt að tuttugu prósentum lægri laun en félagar þeirra hjá sveitarfélögunum, segir formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
Af sextíu og sjö borgarreknum leikskólum þurftu fjörtíu og níu leikskólar að skerða þjónustu vegna manneklu. Áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna segir þetta skapa álag á starfsfólk og heimilin.
Réttarhöldin yfir Gjert Ingebrigtsen standa yfir í Noregi. Í gær bar dóttir hans vitni gegn honum og lýsti andlegu og líkamlegu ofbeldi