Ísraelski sjóherinn handtók fjölda fólks sem ætlaði að sigla að Gaza-strönd með vistir. Sérfræðingur í þjóðarétti segir að verið sé að framfylgja hafnbanni sem hefur gilt í 18 ár. Íslendingur í flotanum segir Ísraelsher stunda sjórán.
Ferðaskrifstofur sitja eftir með sárt ennið þegar flugfélög falla, segir framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu sem stóð í ströngu að koma farþegum heim þegar Play féll í vikunni.
Tveir létust og þrír særðust þegar maður ók á hóp fólks við bænahús gyðinga í Manchester á Englandi í morgun
Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir að herða þurfi aðgerðir gegn skuggaflota Rússa, sem notaður er til að flytja olíu framhjá viðskiptaþvingunum.
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir talsvert fleiri hópuppsagnir í september en gengur og gerist. Auk þeirra fjögurhundruð sem misstu vinnuna hjá Play hafi tvö hundruð og átta starfsmönnum verið sagt upp í hópuppsögnum.
Jarðskjálftahrina hófst í nótt við Grjótárvatn á Snæfellsnesi og var stærsti skjálftinn þá 3,2. Jafnstór skjálfti varð á tíunda tímanum í morgun.
Hægt er að ráðast í ýmsar undirbúningsframkvæmdir í Grindavík strax, þótt dýrar framkvæmdir á yfirborði þurfi að bíða, segir jarðverkfræðingur. Hugmyndir um framtíðaruppbyggingu í bænum voru kynntar í gær.
Fyrirhugaðar laxeldiskvíar Kaldvíkur í Seyðisfirði skarast við netlög landeigenda og hefur fyrirtækið sótt um nýja staðsetningu. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir að enn eigi eftir að kanna hvort veiðibann við kvíar nái inn fyrir netlögin.