Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 27.ágúst 2025

Utanríkisráðherra Danmerkur fordæmir tilraunir bandarískra útsendara til reyna hafa áhrif á samband Grænlendinga og Dana. Hann hefur kallað sendifulltrúa Bandaríkjanna á Grænlandi á sinn fund.

Formaður Kennarasambands Íslands vonar launahækkun sem BHM og BSRB félagar um mánaðamótin nái einnig til KÍ. Málið í höndum ríkissáttasemjara og fari mögulega fyrir Félagsdóm.

Austfirðingar geta ekki gengið því vísu næstu jarðgöng verði á Austurlandi. Til greina kemur einnig breyta forgangsröðun á jarðgöngum innan landshlutans. Þetta kom fram á fundi innviðaráðherra á Egilsstöðum í gær.

Mikil hækkun gatnagerðargjalda í Reykjavík 1. september á eftir hækka íbúðaverð, letja húsbyggjendur eða draga úr gæðum, segir framkvæmdastjóri fasteignaþróunarfélags. Tuttuguföld hækkun á bílastæðum í kjöllurum eigi líka eftir hafa áhrif.

Björgunarsveitir á Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út í morgun vegna ferðamanna sem keyrðu út í Markarfljót en björgunarsveitarmenn náðu fólkinu í land. Ár eru vatnsmiklar á hálendinu en rigningu á slota með deginum.

Sveitarfélagið Norðurþing vill reisa gagnaver á Bakka við Húsavík. Minnst fimmtíu störf gætu skapast til frambúðar með starfseminni.

Kvikmyndin Ástin sem eftir er í leikstjórn Hlyns Pálmasonar er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna, í flokknum besta alþjóðlega kvikmyndin.

Söngvari bandarísku sveitarinnar Smashing Pumpkins ávarpaði áhorfendur á íslensku í troðfullri Laugardalshöll í gær. Hann var ánægður með kvöldið en lítt hrifinn af ferðaþjónustu á Íslandi.

Frumflutt

27. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,