Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 12. ágúst 2025

Ríkisstjórnin kom saman á sínum fyrsta fundi eftir sumarleyfi í morgun. Alþjóða- og tollamál voru þar helst til umræðu. Utanríkisráðherra er hæfilega bjartsýn á farsæl niðurstaða fáist fyrir Ísland í aðgerðum Evrópusambandsins gegn tollum Trumps.

Þúsundir hafa flúið heimili sín vegna gróðurelda á Spáni og einn er látinn. Barn lést úr hitaslagi á Ítalíu en þar og víðar í Suður-Evrópu er spáð methita í dag.

Um 150 íslensk hótel og gistiheimili eru á meðal þeirra tíu þúsund sem hafa skráð sig í evrópska hópmálsókn gegn bókunarrisanum Booking.com.

Sporvagnsslys í Osló í fyrra orsakaðist af magakveisu vagnstjórans. Hann keyrði inn í verslun í miðborginni.

Fyrsta skóflustungan fyrir nýjan þéttbýliskjarna í Fljótdalshreppi verður tekin í dag. 24 íbúðir eiga rísa í fyrsta áfanga.

Bíræfinn handritaþjófur herjar enn á á íslenska rithöfunda. Hann siglir undir fölsku flaggi og reynir komast yfir handrit óútgefinna bóka.

Tólfta ágúst tvöþúsund tuttugu og sex, eftir slétt ár, verður almyrkvi á sólu sýnilegur frá Íslandi. Búist er við fjöldi fólks sæki landið heim - og undirbúningur er hafinn.

Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, er gengin til liðs við þýska liðið Freiburg. Og hér heima sitja Afturelding og ÍA á botni Bestu deildar karla í fótbolta eftir fjöruga leiki í gærkvöld.

Sextán mjólkurkýr í Borgarfirði drápust þegar verið var hræra upp í mykju undir fjósinu.

Frumflutt

12. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,