Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 12. febrúar 2025

Aðalmeðferð hófst í morgun í einu umfangsmesta skattsvikamáli sögunnar, kenndu við fiskútflutningsfyrirtækið Sæmark.

Eigandinn gerir alvarlegar athugasemdir við aðkomu skattrannsakanda, sem áður starfaði fyrir hann.

Rússlandsher hefur drepið einn og sært sextán í árásum á Úkraínu síðasta sólarhring. Eitt barn er meðal hinna særðu.

Oddvitar vinstri flokkanna í borgarstjórn halda áfram óformlegum viðræðum um nýjan meirihluta.

Formaður Velferðarnefndar Alþingis segir ótækt röskun verði á sjúkraflugi vegna lokunar austur-vestur flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli. Nefndin fjallaði um málið í morgun.

Miklar bikblæðingar skapa hættu á vegum í Dölunum og á Snæfellsnesi. Svo gæti farið loka þyrfti ákveðnum vegköflum.

Áætlað er uppsöfnuð viðhaldsskuld í innviðakerfinu um 680 milljarðar króna. Samtök iðnaðarðins segja þörf er á tafarlausum aðgerðum í vega- og fráveitukerfum.

Verð á matvöru fer hækkandi á milli mánaða. Tilbúin vara, sælgæti og kjúklingur vega þyngst í hækkuninni.

Heidelberg hefur kynnt bæjarráði Norðurþings möguleika á reisa þar mölunarsverksmiðju. Íbúar í Ölfusi höfnuðu verksmiðju í Þorlákshöfn eftir langar viðræður.

Danir láta ásælni Bandaríkjaforseta í Grænland ekki óátalda og svara með króki á móti bragði. Meira en tvö hundruð þúsund danir hafa nafn sitt á undirskriftalista um kaupa Kaliforníuríki.

Dregið var í undanúrslit bikarkeppni karla og kvenna í handbolta í hádeginu. Við förum yfir það í fréttatímanum hvaða lið drógust saman.

Frumflutt

12. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,