Formenn Félags íslenskra náttúrufræðinga og Verkfræðingafélags Íslands lýsa óánægju með gang kjaraviðræðna og andstöðu við krónutöluhækkarnir eins og samið var um á almennum markaði. Formaður Félags náttúrufræðinga segir að þeim sé boðið upp á kaupmáttarrýrnun.
Viðvörun um mögulegan hamfaraskjálfta í Japan var aflétt í morgun, en almenningur þarf áfram að hafa varann á sér. Vika er síðan þessi viðvörun var gefin út, eftir að skjálfti upp á sjö komma einn reið yfir Japan og fimmtán manns slösuðust.
Utanvegaskemmdir á Sprengisandi eru þær mestu sem sést hafa á þeim slóðum segir þjóðgarðsvörður. Djúp hjólför eru á stóru svæði langt fyrir utan veginn, sem aldrei verður hægt að afmá.
Uppsafnaðar orlofsgreiðslur upp á milljónir króna sem fyrrverandi borgarstjóri fékk við starfslok vekja spurningar um jafnræði launþega, segir formaður Sameykis.
Þolendur heimilisofbeldis, af erlendum uppruna, veigra sér við að leita aðstoðar vegna fyrri reynslu. Teymisstýra Bjarkahlíðar segir að fræða þurfi þolendur um störf lögreglu á Íslandi.
Formaður Sameykis segir það vekja upp spurningar um jafnræði launþega að Reykjavíkurborg greiði Degi B. Eggertssyni út milljónir vegna uppsafnaðs ótekins orlofs yfir tíu ára tímabil á sama tíma og þrýstingur sé á annað starfsfólk að safna ekki upp orlof
Neyðarástandi vegna mikillar útbreiðslu apabólu hefur verið lýst yfir í Afríku. Smitum hefur fjölgað um hundrað og sextíu prósent síðasta árið.
Ástralska ólympíunefndin hefur fordæmt undirskriftasöfnun á netinu gegn breikdansaranum Rachel Gunn eftir þátttöku hennar á Ólympíuleikunum.