Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 27.apríl 2025

Níu eru látnir og margir særðir eftir bíl var ekið á mannfjölda í Vancouver í Kanada í gærkvöld.

Fyrirtækjaeigendur í Grindavík eru mis vongóðir um þá aðstoð sem stjórnvöld ætla veita þeim eftir rekstrar- og launastyrkur til fyrirtækja var afnuminn. Von er á tillögum í vikunni. Einn þeirra segir honum hafi lítið sem ekkert boðist.

Hampiðjan keypti meirihluta í einum stærsta framleiðanda neta og kaðla á Indlandi og færir drjúgan hluta starfseminnar frá Evrópu. Aðeins brot af tekjum fyrirtækisins verður til hér á landi.

Formaður landstjórnar Grænlands fer í sína fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur í dag. Hann hyggst ræða við forsætisráðherra Danmerkur um samvinnu og stöðu mála á alþjóðavettvangi.

Hrefnuveiðar við Ísafjarðardjúp þjóna á engan hátt hagsmunum Vestfirðinga mati fulltrúa Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Hann vill skilgreina Ísafjarðadjúp sem griðasvæði hvala.

Ákvörðun um hvenær nýr páfi verður kjörinn verður tekin á morgun. Atvkvæðagreiðsla hefst í fyrsta lagi níu dögum eftir jarðarför páfa.

Og það eru margir á ferðinni núna fegra sitt nánasta umhverfi. Alþjóðlegi plokkdagurinn er í dag. Við fylgjum nokkrum plokkurum eftir í lok fréttatímans.

Frumflutt

27. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,