Húsnæðismál og verðbólga voru í brennidepli þegar formenn allra flokka mættust í Silfrinu í morgun. Öll voru sammála um nauðsyn þess að gera umbætur á húsnæðismarkaði. Formaður flokks fólksins lagði til að ríkið festi kaup öllum íbúðum leigufélags sem eru til sölu, og geri að félagslegum íbúðum.
Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði á fundi G-7 ríkjanna í Japan í morgun að hann hefði tekið loforð af Zelensky Úkraínuforseta um að F-16 orrustuþoturnar yrðu ekki notaðar til að gera árásir á rússneskt landssvæði.
Einn bjargaðist úr eldi sem kviknaði í kjallaraíbúð í Skipholti í Reykjavík í nótt. Íbúðin er mikið skemmd.
Íslenski lundastofninn hefur dregist saman um 70% á tæpum þrjátíu árum sem er mun meira en áður hefur verið talið. Líffræðingur segir að skoða þurfi löggjöf um lundaveiðar og sölu.
Grænlenskur háskólabær er nú undirlagður lögreglumönnum eftir að íbúi þar játaði á sig morð. Fórnarlambið er hins vegar ófundið.
Karlmönnum sem verða fyrir stafrænu kynferðisofbeldi hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Danska lögreglan segir algengara að menn séu fjárkúgaðir en konur eru yfirleitt kúgaðar til að deila nektarmyndum.
Gítar sem var í eigu Kurts Cobains, forsprakka Nirvana, seldist fyrir tugi milljóna á uppboði í gær. Það kom uppboðshaldaranum nokkuð á óvart, enda er gítarinn ónothæfur.