Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 3. október

Lögregla hefur til rannsóknar kynferðisbrot í tveimur leikskólum í Reykjavík. Á öðrum þeirra hefur verið tilkynnt um brot gegn fleiri en tíu börnum. Hitt málið kom upp í síðustu viku.

Flugvellinum í München var lokað í gærkvöld vegna drónaflugs. Stjórnmálamenn þar í landi vilja lögregla geti skotið dróna tafarlaust niður.

Þjóðaröryggisráð Íslands kom saman til fundar í morgun. Drónaárásir í Evrópu og möguleg viðbrögð Íslands við slíkum árásum var meðal umræðuefna.

Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar fara hörðum orðum um tillögur Reykjavíkurborgar í leikskólamálum og segja byrðum varpað á foreldra. Skorað er á meirihlutann í borginni falla frá áformum um hækkaða gjaldskrá.

Formaður félags leikskólakennara segir tillögurnar jákvæðar. Ýmis samfélagsleg vandamál geti þó skapast við breytingar sem þessar.

Breska lögreglan tilkynnti í dag tveir hefðu orðið fyrir skoti lögreglumanna sem brugðust við hryðjuverkaárás á bænahús gyðinga í Manchester í gær.

Samgöngustofa segir eftirlit með flugöryggi ekki fela í sér afskipti af rekstri einkafyrirtækja. Misskilnings gæti um hlutverk Samgöngustofu í umræðu um fall Play.

Þrír þingmenn Miðflokksins sækjast eftir embætti varaformanns flokksins. Embættið verður endurvakið á landsþingi flokksins um aðra helgi.

Fyrirburi lést skömmu eftir fæðingu af völdum mislinga í Alberta í Kanada. Heilbrigðisráðherra fylkisins segir móður barnsins hafa smitast af mislingum á meðgöngu.

September var hlýr um allt land, sérstaklega norðan- og austanlands. Það stefnir í árið verði eitt það hlýjasta á Íslandi frá upphafi mælinga.

Ástin, hjónabandið, velgengni og hvernig á svara gagnrýni eru yrkisefni tólftu hljómplötu bandarísku stórstjörnunnar Taylor Swift, The Life of a Show girl, sem kom út í morgun.

Keppni í úrvalsdeild karla í körfubolta hófst í gærkvöld og heil umferð var spiluð í úrvalsdeild karla í handbolta þar sem Afturelding hélt sigurgöngu sinni áfram.

Frumflutt

3. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,